Fara yfir á efnisvæði
  • Heim
  • 2,25% Egils Pilsner 0,33L 24 gler

2,25% Egils Pilsner 0,33L 24 gler

Vörunúmer: 10121

Magn per sölueiningu: 24

Magn í kassa: 24

Þessi gamli góði. Egils Pilsner er 2.25% útgáfa af ljósum lager bjór. Sætt maltbragð ásamt ferskri beiskju gera þennan bjór tilvalinn með mat. Egils Pilsner er alvöru léttöl – Og við erum stolt af því.

Egils Pilsner hefur verið hluti af þjóðarsál Íslendinga síðan 1916. Eftir velgengni Egils Maltsins ákvað Tómas Tómasson að ráðast í gerð Pilsners sem væri undir lagalegum framleiðslumörkum áfengis sem höfðu verið ákveðin 2.25% aldamótin 1900.

Fljótlega varð Pilsnerinn ein eftirsóttasta vara Ölgerðarinnar og þegar Kristján X danakonungur kom í opinbera heimsókn árið 1926 útnefndi hann Ölgerðina konunglegan hirðsala þar sem fylgdraliði konungs þótti mest til Pilsnersins koma og drukku hann alla ferðina. Þaðan kemur kórónan sem enn má sjá vísbendingar um í firmamerki Ölgerðarinnar.

2.25%. 24 x 330ml. Gler

Heimasíða framleiðanda

Til baka