Fara yfir á efnisvæði
  • Heim
  • Sólveig Nr.25 6% 0,33L 24 dósir

Sólveig Nr.25 6% 0,33L 24 dósir

Vörunúmer: 11423

Magn per sölueiningu: 24

Magn í kassa: 24

NR. 25 SÓLVEIG6% ALC./VOL.HVEITIBJÓRSólveig er þriðja systirin í Borgarfjölskyldunni. Hún er ærslafull, uppátækjasöm, ofvernduð en umfram allt elskuð enda ljósgeislinn sem bregður birtu á allt heimilislífið.Sérstakt ger er notað við bruggunina sem gefur bjórnum ákveðna bragð- og lyktarundirstöðu þar sem tónar banana og neguls koma skýrt fram. Í bragðrófinu öllu má svo einnig greina mangó, ástaraldin, greipaldin og fleiri suðræna ávexti. Sólveig er þurrhumluð (humlunum er bætt í bjórinn eftir gerjun) með amerískum eðalhumlum. Við þetta samspil humla og gers verður til brakandi, beiskur og þurr en um leið ferskur sólskinsbjór.Söngur SólveigarÞað má líða vetur og vor, sem ég bíð,hver veit, enda sumrið, já ársins tíð.En eitt sinn þú kemur, það er sem ég veit;ég uni og bíð. Það var mitt síðasta heit.Guðs kraftur sé með þér, hvar sem þú fer,guð kæti þig, nær sem þig að fótskör hans ber.Ég bíð þess hér, þú komir heim eitt sinn.Við hittumst hjá guði, bíðir þú þar,vinur minn.– Úr Pétri Gaut. Þýð. Einar BenIBU: 53Plato: 15Humlar: Amerísk humlablanda.Innihaldsefni: Vatn, maltað bygg, maltað hveiti, humlar og ger. Ósíaður.World Beer Awards 2015: Europe’s best strong wheat beer

Heimasíða framleiðanda

Til baka

Sólveig Nr.25 6% 0,33L 24 dósir