Skilmálar

 

1. Almennt

1.1 Skilmálar þessir gilda um öll kaup aðila á vörum sem eiga sér stað í gegnum vefverslun Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. (hér eftir „Ölgerðin“ eða „félagið“).

1.2 Ölgerðin áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum einhliða og án fyrirvara.

1.3 Kaupendur staðfesta að þeir hafi kynnt sér og samþykkt skilmála þessa með staðfestingu pöntunar í gegnum vefverslun Ölgerðarinnar.

 

2. Verð og greiðslur

2.1 Lágmarksupphæð sem versla þarf fyrir til þess að geta verslað í gegnum vefverslun Ölgerðarinnar er 25.000 kr., hvort sem kaupandi velur að sækja pöntunina eða fær hana senda til sín. Nái pöntun ekki framangreindu lágmarki er engu að síður hægt að leggja fram pöntun að viðbættu 7.000 kr. þjónustugjaldi. Slíkt gjald er sérstaklega fært í körfu og/eða reikningi.

2.2 Það verð sem birt er í vefverslun Ölgerðarinnar gerir ráð fyrir afslætti og inniheldur ýmist 11% eða 24% virðisaukaskatt og önnur gjöld. Sundurliðun verðs sést í körfu áður en pöntun er staðfest.

2.3 Ölgerðin áskilur sér rétt til þess að breyta og uppfæra verð á hverjum tíma.

2.4 Kaupandi getur greitt fyrir pantanir með greiðslukorti í gegnum greiðslusíðu vefverslunarinnar samhliða því sem pöntun er lögð fram. Að öðrum kosti skal greiða fyrir pantanir samkvæmt umsömdum greiðsluskilmálum sem koma fram á útgefnum reikningum

 

3. Bindandi samningur

3.1 Samningur telst vera kominn á og er hann bindandi um leið og kaupandi leggur fram pöntun. Óski kaupandi eftir tilboði frá Ölgerðinni telst samningur kominn á um leið og kaupandi samþykkir tilboð Ölgerðarinnar.

3.2 Hafi verið gengið frá pöntun en vara ekki verið afhent, og kaupandi vill breyta pöntun, skal kaupandi hafa samband við þjónustuver Ölgerðarinnar í síma 412-8100 eða senda tölvupóst á netfangið vefverslun@olgerdin.is eins fljótt og kostur er og upplýsa um óskir um breytingar.

3.3 Kaupandi getur óskað eftir því að skila vöru með því að hafa samband við þjónustuver Ölgerðarinnar í síma 412-8100 eða sölufulltrúa félagsins innan 14 daga frá afhendingu vöru. Skilaréttur er háður því að framvísað sé kvittun fyrir kaupum á viðkomandi vöru og að vara sé í upprunalegu og söluhæfu ástandi.

3.4 Ölgerðin áskilur sér rétt til þess að afgreiða ekki framlagðar pantanir. Í þeim tilvikum skal Ölgerðin tilkynna kaupanda um slíkt og endurgreiða honum kaupverðið, hafi kaupandi lagt fram greiðslu, eigi síðar en 30 dögum eftir að kaupandi hefur lagt fram pöntun.

 

4. Afhending vöru

4.1 Kaupandi hefur val um hvort hann sæki pöntun sína í móttöku Ölgerðarinnar, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík, eða fái hana senda til sín.

4.2 Vara telst afhent þegar hún er sótt í móttöku Ölgerðarinnar, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík, eða komin á annan umsaminn afhendingarstað.

4.3 Viðskiptavinir eiga sína föstu afhendingardaga sem koma fram í pöntunarferlinu undir liðnum „afhendingarmáti“, áður en pöntun er staðfest.

4.4 Ölgerðin keyrir sjálf út vörur á höfuðborgarsvæðinu og í nærliggjandi sveitarfélögum (Selfoss, Borgarnes, Reykjanesbæ, o.s.frv.). Viðskiptavinir utan dreifikerfis Ölgerðarinnar fá pantanir sendar með þriðja aðila. Reikna má með að vörur berist kaupanda utan dreifikerfis Ölgerðarinnar degi eftir óskaðan afhendingardag.

4.5 Ölgerðin áskilur sér rétt að afhenda ekki vörur í skráð heimahús.

4.6 Ölgerðin skal svo fljótt sem auðið er láta kaupanda vita, ef fyrirséð er að dráttur verði á umsaminni afhendingu.
4.7 Ölgerðin ber ekki ábyrgð á seinkun afhendingar, sem kann að verða vegna aðstæðna sem varða kaupanda.

4.8 Hamli óviðráðanlegar orsakir (force majeure) afhendingu, er Ölgerðinni hvorki skylt að standa við umsaminn afhendingartíma, né ber Ölgerðin bótaábyrgð þótt afhending dragist eða bregðist.

 

5. Ástand vöru

5.1 Ölgerðin ábyrgist að þær vörur sem kaupandi sækir eða Ölgerðin flytur séu afhentar í því ástandi sem góð venja stendur til.

5.2 Sé vara send til kaupanda með þriðja aðila, flyst áhættan af hinu selda yfir á kaupanda frá þeirri stundu er hlutur var afhentur flutningsmanni.

5.3 Beri svo við að vara sé afhent gölluð ber kaupanda að tilkynna Ölgerðinni um að hann muni bera gallann fyrir sig innan 10 daga frá afhendingu. Að þeim tíma loknum glatar kaupandi réttinum til að grípa til vanefndaúrræða.

5.4 Ölgerðin getur krafist afhendingar á meintri gallaðri vöru frá seljanda til þess að sannreyna hvort um galla sé að ræða. Skal þá vöru skilað af kaupanda til Ölgerðarinnar eða hún endursend til Ölgerðarinnar á kostnað Ölgerðarinnar, allt eftir samkomulagi hverju sinni. Nýti Ölgerðin þennan rétt skal kaupanda tilkynnt um afstöðu félagsins innan 7 daga frá því að Ölgerðin veitti vörunni viðtöku.

5.5 Hafi Ölgerðin staðfest að um galla sé að ræða í samræmi við ákvæði 5.4, eða félagið telur ekki þörf á að sannreyna það sérstaklega, skal Ölgerðin útvega kaupanda nýja ógallaða vöru. Kjósi kaupandi að nýta sér ekki rétt til nýrrar afhendingar skal Ölgerðin endurgreiða kaupanda kaupverðið eða veita honum afslátt af næstu pöntun, kjósi kaupandi það frekar.

5.6 Ölgerðin ber ekki ábyrgð á rekstrartapi eða öðru beinu eða óbeinu tjóni, hvort sem tjónið verður rakið til ástands seldra vara, seinkunar á afhendingu, skemmda eða skemmdaverka, eða annarra atvika sem leiða til þess að vörur verða ekki nýttar, eða eru ekki til þess fallnar að vera nýttar, á fyrirhuguðum tíma og/eða í fyrirhuguðum tilgangi.

 

6. Meðferð persónuupplýsinga og póstlisti

6.1 Vefverslun Ölgerðarinnar notar vafrakökur til að tryggja sem besta upplifun fyrir notendur. Greiningarvafrakökur eru notaðar til að skoða hvernig viðskiptavinir okkar nota vefverslunina og eru þau gögn notuð til að bæta vefverslunina og upplifun notenda.

6.2 Ölgerðin hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan félagsins. Persónuverndarstefna Ölgerðarinnar er aðgengileg á heimasíðu félagsins og nær til persónuupplýsinga aðila sem eru í viðskiptum við Ölgerðina, þeirra sem sækja námskeið, verktaka, tengiliði sem koma fram fyrir hönd lögaðila í viðskiptum við félagið, neytendur sem hafa samband við Ölgerðina, tengiliði birgja félagsins sem og aðra tengiliði.[1]

6.3 Óski kaupandi eftir að fá tilboð eða fréttabréf frá Ölgerðinni ekki send getur viðkomandi afskráð netfang sitt af póstlista félagsins hér.

 

7. Lög og varnarþing

7.1 Um skilmála þessa og viðskipti kaupanda og Ölgerðarinnar gilda íslensk lög.

7.2 Komi upp ágreiningur á milli Ölgerðarinnar og kaupanda, skulu aðilar leita leiða til að leysa þann ágreining með samkomulagi.

7.3 Deilur sem upp kunna að koma um efndir, framkvæmd eða túlkun skilmálanna, og/eða atvik sem skilmálarnir taka til, og aðilum tekst ekki að leysa sín á milli, skal útkljá fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

[1] Persónuverndarstefna Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. er aðgengileg hér: https://www.olgerdin.is/stefnur