Fara yfir á efnisvæði

Um Vefverslun Ölgerðarinnar

Velkomin/n í vefverslun Ölgerðarinnar og njóttu þess að versla á síðu sem er sérsniðin að þínum þörfum.

Þar getur þú:

  • Skoðað með einföldum hætti allt vöruúrval Ölgerðarinnar
  • Pantað vörur þegar þér hentar fljótt og örugglega
  • Fylgst með tilboðum á Tilboðssíðunni okkar
  • Skoðað þínar upplýsingar og reikninga undir Mínar síður.

Hverjir geta pantað á vefversluninni?

Allir sem standa í rekstri af einhverju tagi og hafa virðisaukanúmer eða fyrirtækiskennitölu.

Hvers vegna ættir þú að versla við Ölgerðina?

Jú vegna þess að Ölgerðin leggur sig fram við að bjóða einungis upp á úrvalsvöru í miklu úrvali á hagstæðu verði, örugga afhendingu á réttum tíma og ekki síst þægindin fyrir þig að geta afgreitt þig sjálfur í vefversluninni.

Sparaðu tíma og fyrirhöfn og pantaðu vörurnar fyrir þína starfsemi hér.

Hvernig ber ég mig að?

Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig inn hér að neðan og þú ert leidd/ur í gegnum skráningarferlið og þjónustuna.

Ef þú lendir í vandræðum eða þarft að spyrja einhvers þá er þér velkomið að hafa samband á vefverslun@olgerdin.is eða í síma 412-8100 milli 8-16.

 

Spurt og svarað

Hver er lágmarksupphæð á pantanir hjá Ölgerðinni?

Lágmarksupphæðin er 15.000 kr. hvort sem viðskiptavinur velur að sækja pöntunina eða fær hana senda til sín.

Er Ölgerðin með einhverja stefnu í persónuverndarmálum?

Okkur er umhugað um öryggi persónuupplýsinga þinna. Persónuverndarstefna viðskiptavina Ölgerðarinnar er að finna hér: http://www.olgerdin.is/um-olgerdina/stefnur. Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér hana.

Hvaða upplýsingar geymið þið um notendur?

Vefverslun Ölgerðarinnar notar vafrakökur til að tryggja sem bestu upplifun fyrir notendur. Greiningarvafrakökur eru notaðar til að skoða hvernig viðskiptavinir okkar nota vefverslunina og eru þau gögn notuð til að bæta vefverslunina og þína upplifun.

Notandi getur sleppt notkun á Google Analytics með því að nota þetta verkfæri: https://tools.google.com/dlpage/gaoptout.

Mig langar ekki að fá send fréttabréf né tilboð, get ég skráð mig af póstlistanum ykkar?

Við virðum óskir viðskiptavina okkar. Óskir þú eftir að fá slík fréttabréf ekki send getur þú afþakkað þau með því að afskrá netfangið hitt hérna: https://vefverslun.olgerdin.is/postlistar/afskraning.

Hvar á maður að sækja pantanir?

Ef þú velur að sækja pöntunina þína geturðu nálgast hana á settum degi í vöruafgreiðslu Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 (inngangur snýr að Mjólkursamsölunni).

Hvaða verð er ég að sjá í versluninni?

Öll þau verð sem þú sérð í vefversluninni eru þín verð með afslætti, gjöldum og virðisauka.

Hverjir geta verslað gegnum vefverslun Ölgerðarinnar?

Allir viðskiptavinir Ölgerðarinnar, sem hafa virðisaukanúmer og standa í rekstri af einhverju tagi, geta keypt í gegnum vefverslunina.

Hvernig panta ég gegnum vefverslunina?

Við höfum unnið að því að hafa verslunina eins einfalda í notkun og mögulegt. Hægt er að skoða vöruúrvalið út frá tenglum á forsíðunni og hægt er að bæta vöru í körfu hvar sem þú finnur hana.

Af hverju sé ég engin verð í vefversluninni?

Þú þarft að vera innskráður notandi til að sjá öll verð.

Get ég breytt pöntun?

Svo lengi sem þú ert ekki búinn að ganga frá pöntuninni þá geturðu bætt í og fjarlægt úr körfunni eins oft og lengi sem þú vilt. 

Ef þú ert búinn að ganga frá pöntun þá þarftu að hafa samband við Þjónustuver Ölgerðarinnar eða sent póst á vefverslun@olgerdin.is og við hjálpum þér að breyta pöntun.

Hvaða kaffi keypti ég þarna um daginn?

Ef þú smellir á Mínar síður geturðu séð alla þína reikninga undir Reikningar. Ef þú vilt flétta upp á stakri vöru þá geturðu smellt á Eldri pantanir og séð seinustu 6 pantanir sundurliðað á vöru.

Get ég verslað áfengi?

Ef þú ert með skráð áfengisleyfi þá er það ekkert mál. Ef ekki þá muntu ekki geta gengið frá pöntuninni nema fjarlæga allt áfengi úr körfunni.

Hvernig geng ég svo frá pöntuninni?

Efst á versluninni geturðu séð körfuna þína og hvað þú ert búin/n að setja í hana margar vörur. Þegar þú vilt ganga frá pöntun smellirðu á körfuna og getur skoðað innihaldið, uppfært magn og séð öll verð. Einnig geturðu valið afhendingardagsetningu og hvort þú viljir sækja vöruna eða fá senda. Svo er smellt á ,,Ganga frá pöntun'' til að fara á staðfestingarsíðuna, en þar er hægt að fara yfir pöntunina áður hún er svo að lokum Staðfest.